Færsluflokkur: Menntun og skóli

Kveðja frá kennara

Embla Rún. þú ert frábær námsmaður sem gaman hefur verið að kenna. Það býr í þér mikill kraftur og verður gaman að fylgjast með þér í framtíðinn.

Auður Ögmundsdóttir


Tyrkjarán-leikrit

A) Mér finnst kostur að maður sér þetta myndrænt og skilur betur hvað er að gerast. Svo finnst mér við læra betur námsefnið með leikriti en það er líka gaman að setja svona upp saman frá grunni. Svo er hægt að nota söfnunina í eitthvað félagslegt.

B) Já. Þá fylgist maður betur með og meðtekur smátt og smátt. Svo þarf auðvitað að læra utan að.

C) Það er mikil vinna að sjá um svona og líka langar um 50 af 60 krökkum að leika aðalhlutverk á meðan þau eru aðeins 10 (hlutverkin). Svo er líka vinna að finna búninga fyrir alla, sem má vera galli.


Danska

 Davs!

Tvisvar í viku vorum við í ensku, náttúrufræði og svo dönsku en var þetta fyrsta árið okkar í dönskunni. Ég lærði auðvitað mjög mörg ný orð í dönsku. Við fengum kennslubók í dönsku sem heitir Klar Parat. Mér gekk ekki vel fyrst í dönsku, örugglega vegna of lítils metnaðs, en svo áttaði ég mig á að orðin hengdust bara við öxlina mína, fleiri og fleiri og myndu bíða eftir að þau yrðu lærð, fyrr eða síðar. Þegar ég var að fá hærri einkunnir í dönsku þá fannst mér mjög gaman.

 Gallinn var að við áttum að læra mjög mikið fyrir eitt dönskupróf. Betra væri að dreifa lærdómnum eða hafa prófið lengra meðað við hvað við lærðum mikið.

Mér finnst líka persónulega einu tungumálin sem ég þarf að læra séu íslenska og enska og læra bara meira þar þá, en ég reyni að vera opin.

Vi ses!


Gæluverkefni Um Demanta

Ég var að gera gæluverkefni og valdi mér að gera um náttúrulega undrið demanta.

Ég lærði mjög margt nýtt svona almennt um demanta. Svo æfðist ég í að gera í Power Point auðvitað. Vinnan gekk frábærlega og ég var komin með 24 glærur en þótti það of langt fyrir Power Point kynningu svo ég skar niður.

Ég gerði líka Tímaritið Steinar eins og ég gerði Tímaritið Dýri þegar það var við hæfi fyrr í 7. bekk. Ég gerði líka plakat um demantana sem kom vel. 

Mér fannst mjög gaman að geta valið eitthvað sjálf til að vinna um sem er flott/skemmtilegt en ég veit lítið um. Þetta var bara eitt það skemmtilegasta í vetur finnst mér.

Annað sem mig langaði að gera um: Desperate Housewives, fótbolta, Futurama eða Simpsons.

Hér er kynningin;

Hvernig finnst þér að hafa frjálsar hendur með val á heimaverkefni (Gæluverkefnið)? Rökstyddu svarið.

Mér finnst það miklu betra því að þá er maður að geraum eitthvað sem maður hefur áhuga á og heldur þess vegna vel áfram.

Finnst þér betra eða verra að gera áætlun? Útskýrðu.

Mér fannst það verra. Ég vil frekar gera allt eitt kvöldið heldur en að deila því, ég veit ekki af hverju, bara vani held ég.

Hvernig finnst þér að hafa heimaverkefni sem nær yfir svona langan tíma? Útskýrðu.

Allt í lagi. Mér fannst sumir krakkarnir með of stutt meðað við tímann sem þau fengu! En mér finnst líka í lagi að gera fyrir stuttan tíma ef það á.

Með hvað varstu ánægðastur/ánægðust með í Gæluverkefninu þínu?

Bara allt held ég, sko.


Fuglar-Náttúrufræði

Á þessari önn var ég og hópurinn minn að læra um fugla. Ég byrjaði strax á því að gera glærur og það í forritinu Power point.

Ég fékk blað með upplýsingum og slóðum að netinu en notaði aðallega fuglavefinn á Náms.is. Svo fann ég myndir af Veraldarvefnum og Flickr.com.

Ég gerði um alla fuglaflokkana á Íslandi svosem Sjófugla og Vatnafugla.

Hér er verkefnið komið inn, verð að segja að ég sé afar stolt :-)


Króatía

Ég gerði myndband um evrópska landið Króatíu og var það nýlega eða í 7.bekk.

Það var mjög gaman þótt ég kæri mig meira um forritið Power point. Ég átti að taka kynninguna af Youtube.com. Það virkaði eftir að ég var búin að reyna mikið svo hér er Um Króatíu eftir mig;


Stærðfræði-Hringekja

Undanfarið í 7. bekk, í fyrstu tveim tímum á föstudögum höfum við verið í hringekju í stærðfræði og farið á milli kennara.

Það hafa oftast verið þrautir hjá Auði, ljóð og mynstur til dæmis hjá Önnu og hjá Helgu höfum við gert margt tengt stærðfræði.

Mér finnst gaman að leysa þrautir en fæ þær fæstar réttar, en vitur maður sagði að æfingin skapar meistarann sem sannað hefur verið að sé rétt.

Mér finnst mynstur ekki það skemmtileg en elska að búa til ljóð og hef þau oftast þannig að þau rími.

 Hjá Helgu fórum við t.d. í fótbolta=mínus og plús spil, þrívídd en einnig fórum við að læra um kílómetra (t.d. milli London og Reykjavík). Ég er kannski ekki mikil dundur manneskja eins og með þrívíddina en mér fannst gaman að læra um kílómetra.

Mér fannst kostur hversu fjölbreytt verkefnin voru sem við vorum að gera en maður getur náttúrulega ekki haft áhua á öllu sem tengist stærðfræði.


Anne Frank

Annelies Marie (Anne Frank), was born June 12, 1929 - March 1945. Anna Frank was a girl from a jewish family. She kept a diary while she was in hiding in Amsterdam, when Holland was army settled of Germans during the Second World War, along with her family and four friends. Her diary was found after Anne and her family had been held captive in a concentration camp by the Nazi, which only her father, Otto Frank would return from.

I learned about Anne Frank and her life in english lessons. I heard her story and I did some projects on a piece of paper. Then I wrote about Anne in my english book. Later I did go to a computer and I found pictures that associated the text that I wrote. When I was done uploading the pictures on Photo Story and fixing them I talked in to the application, in english, exactly the text that I wrote.

English is very good language to speak and learn. I love learn english but just if good project is on. English lessons are great and this story that we were working on now is very sad but true story.

 It was great doing this project and easy :)


Hallgrímur Pétursson

Núna í 7. bekk byrjuðum við að læra um Tyrkjaránið og Hallgrímur Pétursson tengist því.

Svo þegar við vorum búin að læra um Tyrkjaránið byrjuðum við á Hallgrími Péturssyni. Við áttum að leita af upplýsingum á Wikipedia og á Rúv.is og byrja að skrifa í forritinu Word um hann! Það gerði ég og setti það síðan á Powerpoint, fann myndir og lagaði glærurnar. Það sem ég lærði nýtt af Náms.is var í fyrsta lagi að setja myndir af Google sem bakrunn, það kom ofur vel út! Og svo lærði ég að setja myndir af Powerpoint á glærurnar sem bakrunn en ég var búin að gleyma hvernig það var gert. Annað sem var kynnt á Náms.is var að setja "Layout" en þar var hægt að breyta hvar maður skrifaði textann og hvernig. Svo það sem mér fannst lang "svalast" var þegar ég lærði að setja hljóð á glærurnar sem ég sagði sjálf. En einnig það sem ég gerði til að læra meira var að skoða Powerpoint forritið dálítið sjálf og skoða nýja hluti sem Náms.is sagði ekki frá. Þar lærði ég t.d. að það er hægt að setja mismunandi hljóð inná eins og "Click" og "Bomb" og að þegar ein glæra er búin þá kemur hin glæran með stæl og kemur svona tígullega upp einhvernvegin.

Hér er síðan sem kynningin er á en ég mun setja myndbandið beint inná seinna.


Um Pólland

Hér er myndband sem ég gerði í Power point (eins og með landið Danmörk hér neðar) en setti síðan á Slideshare.net. Þetta myndband er eftir mig en ég vann úr upplýsingum úr bók eftir Ragnar Gíslason og af veraldarvefnum. Endilega skoðið það en svo á ég eftir að setja inn um Króatíu og það tek ég af Youtube.com eins og með Það mælti mín móðir myndbandið neðar.


Næsta síða »

Helsta um Emblu

emblarún
emblarún

Ég elska fjölskylduna, vinina, stráka og dýrin mín :o) Ef ég ætti milljarð myndi ég gefa mömmu og pabba og svo heimilislausum dýrum !

 

Skoðanakannanir

Hvaða lið er best ?
Hvað æfir þú?

336 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Desperate Housewives

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband