Færsluflokkur: Menntun og skóli

Landafræði

Ég var að læra um heimsálfuna Evrópu.

Fyrsta sem mér fannst áhugavert var að fá að velja land og búa til glærur í Power point. Við gerðum einmitt það sama með Photo story og var það fínt þó ég sé meira fyrir Power point. Mín lönd voru Pólland (Power point) og Króatía (Photo story) sem eru meðal annars mín uppáhalds lönd hér í Evrópu og ég gjarnan vildi vita meira um þau lönd. Ég gerði kynningu fyrir bæði löndin sem ég valdi. 

Annað sem mér fannst gaman var að ég tók próf sem ég var mjög góð í og fékk 9,2 í einkunn.

 Mér fannst öll verkefnin skemmtileg í landafræði og þetta var mjög gaman en einnig áhugaverðasta efni að mínu mati í 7. bekk. Ég kynni fyrir ykkur löndin hér á síðunni.

Króatía = Ýttu endilega hér og fræðstu um Króatíu

Pólland = Ýttu endilega hér og fræðstu um Pólland


Verk Og List Greinar

Ég byrjaði í nýjum verk og list greinum í byrjun 7. bekkjar. Ég fór fyrst í hreyfimyndir hjá Bergljótu, fór svo í tónmennt hjá Haraldi en núna er ég í saumum hjá Siggu. Ég á eftir að fara í heimilisfræði og smíði.

Í hreyfimyndum bjuggum við til teiknaða hreyfimynd. Við bjuggum til söguna, teiknuðum persónur og bakrunna og tókum upp söguna en lukum með stæl og rödduðum myndina ef svo má kalla það. Ég og minn hópur skýrðum söguna okkar: Það borgar sig að meiða ekki.

 Í tónmennt þá vorum við bara að fræðast um tónlist og gerðum margt í sambandi við hana. Ég var ein í verkefni og skrifaði um Queen en einnig teiknaði ég mynd fyrir kennarann sem hengdi hana upp á tímaás. Á myndinni stóð I <3 RnB sem þýðir. RnB er tónlistartegund. Einnig gerði ég, Arna, Svava, Birta og Díana jólalag sem er mjög gott lag. :)

Ég er núna í saumum. Í fyrsta tímanum töluðum við bara saman og svona og fengum saumavélar. Nú erum við byrjaðar á að gera snið fyrir náttbuxur. Einnig hef ég valið efni sem er blátt og rósótt en það er verulega flott efni. Við munum halda áfram með buxurnar en gerum þær í saumavélunum sem við fengum. Ég er viss um að það mun vera verulega skemmtilegt.

Saga Íslands

 Ég var að læra um árin 870 til 1490 í Íslandssögunni. Það sem mér fannst áhugaverðast var Enska öldin. Við lærðum um marga biskupa en sá sem mér fannst standa mest upp úr hét Guðmundur Arason og var oft kallaður Guðmundur góði. Hann var biskup á Hólum. Ástæðan fyrir því að ég valdi þennan biskup er því hann bar mikla mildi og mýkt. Hann var góður og ljúfur og vildi ekki sjá neinn þjást.


7. bekkur

Nú er ég komin í 7. bekk. Ég verð í 7. bekk út 2009 og eitthvað 2010. Ég byrjaði fyrr á árinu 2009. 

 

Ég skrifa á næstunni ný verkefni sem ég er að gera í 7. bekk.

 


Jarðvísindi

Í ensku, náttúru og samfélagsfræði vorum við að gera persónur í ensku, í náttúrufræði störnurnar og í samfélagsfræði, jarðvísindi. Satt best að segja fannst mér stjörnufræði skemmtilegast, enda held ég mikið uppá stjörnurnar. Persónan mín í ensku hét Rose Frank. Í stjörnufræði gerði ég um Neppann (Neptúnus) og í jarvísindum gerði ég um Grímsvötn. Fyrst var ég með Björk og Svövu. Í stjörnufræði var ég með Lísu og Rakeli og í jarðvísindum var ég bara með Lísu. Þetta var bara ágætt allt, ekkert eitthvað svaka leiðinlegt :) Við höfum farið held ég 3x áður í ensk, nátt og sam. Allt mjög fræðandi!


Norðurlöndin

Ég hef verið að læra mikið um Norðurlöndin þessa önnina. Norðurlöndin eru Ísland, Færeyjar, Álandseyjar, Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland og Grænland. Það hefur verið mjög gaman. Fyrst gerðum við hópaverkefni, og ég fékk Noreg með Valdísi, Sóleyju og Villa. En einnig átti að gera tvö einstaklingsverkefni og ég valdi Danmörku. Ég ætla að sýna á þessari síðu Power pointið með Danmörku. Ég byrjaði að hanna það og finna upplýsingar sem er spennandi við Danmörku og Dani. Svo skrifaði ég allar glærurnar í Power point (15) en ég fyllti uppkastablaðið sem átti að gera. En svo þegar ég var búin með Power pointið þá setti ég það á www.slideshare.net og ætla að kynna það hér. Verkefnið er búið að vera spennandi og skemmtilegt en ég játa að þetta er eitt skemmtilegasta verkefnið í vetur. Ég vona að ykkur lýst á þetta Power point og að það fræði ykkur eitthvað um Danmörku.

 

 


Stærfræðidagur í 5. 6. og 7. bekk.

Við í 5. 6. og 7. bekk höfðum einn stærðfræðidag, 12 maí. Það var alveg svakalega gaman. Ég byrjaði hjá Auði en þar lærðum við að gera allt með fimmínur. Svo hjá Önnu áttum við að púsla saman kubbum eftir upplýsingum. Hjá Helgu áttum við að gera á blað, þrívíddarkubba. Næst hjá Írisi var bara venjulegt sudoku. Síðan hjá Petru var margföldunar þraut, maður kastaði grjónapúðum í hringi og ef maður hitti kannski í hring sem á stóð 3 og svo 6 þá fengum við 3x6 stig og við áttum að ná í 999 en minn hópur náði bara 250. Í næstu stöð lærðum við nýjan kapal sem var alveg ágætur en ég fattaði hann ekki fyrst. Svo fórum við til Elínrósar og þar við margt um Pýþagóras. Hjá Björgu gerðum við prósentur og fleira skemmtilegt á blað. Hjá Svövu gerðum við á blað hnit. Í tölvunum hjá Jens þá fórum við í námsgagnastofnum og fórum þar í hliðrun, speglun og hnit. Mér fannst gaman í öllum stöðunum en verst gekk mér í sudoku og í kapli.


Val-5. og 6. bekkur

Við í árganginum vorum í Vali hjá kennurunum. Í upphafi skólaársins fengum við að velja hvað við færum í en síðar fórum við í hringekju. Við fengum því ekki að velja neitt í hringekjunni eins og nafnið gefur til kynna en kennararnir völdu viðfangsefni til að fræða okkur. Það var mjög gaman og fræðandi enda völdu kennararnir skemmtileg efni. Mér fannst t.d. gaman hjá Önnu og Auði en þær voru að segja okkur frá Gandhi og Martin Luther King. Þeir voru áhrifamiklir menn  og hjálpuðu m.a. svertingjum í Bandaríkjunum og íbúum Indlands til þess að fá frelsi, en báðir voru þeir skotnir. Við fórum einu sinni í viku til hvers kennara, t.d. fyrst til Elínrósar svo næstu viku til Svövu o.s.fr.

Eins og áður er nefnt þá var þetta bara gaman og öðruvísi viðfangsefni.

Þetta eru Gandhi og Martin Luther King

P.s. mér fannst efnið ágætt en ég myndi líka vilja læra um dýr og áhugamálin mín. T.d. fara í fótbolta eða syngja og dansa :)


Þemavika, 16-20 mars

Ég var í þemaviku í skólanum með 5., 6. og 7. bekk. Við fjölluðum um 5 heimsálfur. Mér fannst margt áhugavert. Í Suður-Ameríku fannst mér Inkarnir og heimkynni þeirra áhugaverðast. Í Afríku fannst mér áhugaverðast að læra um Afríku almennt t.d. malaríu sem það finnst. Í Ástralíu fannst mér áhugaverðast að læra um boomerang og búa boomerang til eins og í Norður-Ameríku. Boomerang var tæki sem þ.á.m. var notað til að veiða. Í Norður-Ameríku fannst mér áhugaverðast að búa til draumafangara og að fá að vita smá um hann en draumafangari er skraut sem menn trúðu á að myndi ná martröðum burt og er búið til í Norður- Ameríku. Í Asíu fannst mér áhugaverðast að læra um kínverska tónlist og að kynnast henni. Í þemavikunni beið alltaf ný og spennandi verkefni. Það var mjög gaman í flestum heimsálfunum enda gott efni ti þess að fjalla um.


Leikrit í Snorra sögu

Við árgangurinn skrifuðum leikrit um líf Snorra með þeim upplýsingum sem við áttum. Leikritið var 11 kaflar og mér fannst það flott enda lögðu allir sitt að mörkum við að búa til gott og skemmtilegt efni, sem virkaði! Allir kunnu hlutverkin sín vel og reyndu að leika af list. Svo æfðum við og æfðum og gerðum búninga og leikmynd og fleira sem kom vel út. Það var líka general prufa til þess að vita hvort allt stemmdi. Allir fengu hlutverk nema sumir vildu vera sviðsmenn en fengu minni hlutverk líka svo þau fengu að gera eitthvað. Allir reyndu sitt besta og voru þolinmóð. Ég varð sögumaður enda bað ég um það og Bergrós var líka sögumaður mér við hlið. Svo áttum við að sýna leikritið fyrir 1-2-3 bekk og líka foreldrana seinna um sama dag. Svo var beðið okkur aftur að sýna fyrir 5. og 7. bekk. Það heppnaðist flest ágætlega en ekki var allt fullkomið, get ég sagt. Okkur gekk ágætlega sem hópur og getum verið stolt af okkur fyrir flott leikrit. Ég lærði mikið eftir að hafa séð þetta í öðru ljósi en sem bók.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Helsta um Emblu

emblarún
emblarún

Ég elska fjölskylduna, vinina, stráka og dýrin mín :o) Ef ég ætti milljarð myndi ég gefa mömmu og pabba og svo heimilislausum dýrum !

 

Skoðanakannanir

Hvaða lið er best ?
Hvað æfir þú?

94 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Desperate Housewives

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband