Verk Og List Greinar

Ég byrjaði í nýjum verk og list greinum í byrjun 7. bekkjar. Ég fór fyrst í hreyfimyndir hjá Bergljótu, fór svo í tónmennt hjá Haraldi en núna er ég í saumum hjá Siggu. Ég á eftir að fara í heimilisfræði og smíði.

Í hreyfimyndum bjuggum við til teiknaða hreyfimynd. Við bjuggum til söguna, teiknuðum persónur og bakrunna og tókum upp söguna en lukum með stæl og rödduðum myndina ef svo má kalla það. Ég og minn hópur skýrðum söguna okkar: Það borgar sig að meiða ekki.

 Í tónmennt þá vorum við bara að fræðast um tónlist og gerðum margt í sambandi við hana. Ég var ein í verkefni og skrifaði um Queen en einnig teiknaði ég mynd fyrir kennarann sem hengdi hana upp á tímaás. Á myndinni stóð I <3 RnB sem þýðir. RnB er tónlistartegund. Einnig gerði ég, Arna, Svava, Birta og Díana jólalag sem er mjög gott lag. :)

Ég er núna í saumum. Í fyrsta tímanum töluðum við bara saman og svona og fengum saumavélar. Nú erum við byrjaðar á að gera snið fyrir náttbuxur. Einnig hef ég valið efni sem er blátt og rósótt en það er verulega flott efni. Við munum halda áfram með buxurnar en gerum þær í saumavélunum sem við fengum. Ég er viss um að það mun vera verulega skemmtilegt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Helsta um Emblu

emblarún
emblarún

Ég elska fjölskylduna, vinina, stráka og dýrin mín :o) Ef ég ætti milljarð myndi ég gefa mömmu og pabba og svo heimilislausum dýrum !

 

Skoðanakannanir

Hvaða lið er best ?
Hvað æfir þú?

336 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Desperate Housewives

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband